Tilkynningar | 17. mars 2018 - kl. 13:53
Frá Lionsklúbbi Blönduóss

Í febrúar var haldinn opinn fundur í Lionsklúbbi Blönduóss þar sem tekin var ákvörðun um að endurreisa klúbbinn. Ágæt mæting var á fundinn og sáust þar nokkur ný andlit. Við þurfum að fá fleiri nýja félaga og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að starfa að félags- og mannúðarmálum á svæðinu til þess að mæta. 

Lionsfundur í Lionsklúbbi Blönduóss - Opinn fundur í Eyvindarstofu

Þriðjudagskvöldið 20. mars klukkan 20 verður haldinn opinn fundur í Lionsklúbb Blönduóss.  Fundurinn er opinn öllum sem vilja koma að endurreisn klúbbsins.

Dagskrá:

1) Fundarsetning
2) Umræður um sviðamessu næsta haust og skipun "sviðamessunefndar"
3) Kaffihlé
4) Kynning á Alþjóðahjálparsjóði Lions
5) Önnur mál

Reiknað er með að fundinum ljúki klukkan 21:15.

Björn Guðmundsson, umdæmisstjóri

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga