Rúnar formaður USAH og Jón Gíslason, sem tók við verðlaunum Ásdísar Brynju.
Rúnar formaður USAH og Jón Gíslason, sem tók við verðlaunum Ásdísar Brynju.
Rúnar Pétursson formaður USAH og Sigrún Líndal.
Rúnar Pétursson formaður USAH og Sigrún Líndal.
Ný stjórn USAH frá vinstri: Baldur Magnússon, Guðmann Jónasson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Rúnar Pétursson og Guðmundur Erlendsson.
Ný stjórn USAH frá vinstri: Baldur Magnússon, Guðmann Jónasson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Rúnar Pétursson og Guðmundur Erlendsson.
Ásdís Brynja. Ljósm: FB/Neisti.
Ásdís Brynja. Ljósm: FB/Neisti.
Fréttir | 19. mars 2018 - kl. 14:06
101. ársþing USAH var haldið í gær á Húnavöllum

101. ársþing Ungmennasambands Austur Húnvetninga fór fram í gær á Húnavöllum. Mættir voru fulltrúar frá öllum aðildarfélögum nema einu auk gesta frá UMFÍ. Rúnar A. Pétursson, formaður USAH, setti þingið og bauð alla velkomna og fór yfir starfsemi sambandsins á síðasta ári en fjölmargt var gert og mörg afrek unnin hjá félögum í USAH. Rekstur sambandsins gekk vel og er það aðallega auknum Lottó tekjum að þakka.

Á þinginu voru afhent Hvatningarverðlaun sambandsins en að þessu sinni var það Sigrún Líndal hjá Fram á Skagaströnd sem þau hlaut fyrir óeigingjarnt starf sitt fyrir sambandið og margar nýjungar sem hún hefur bryddað upp á í starfi sínu á Skagaströnd. Þá var tilkynnt um val á Íþróttamanni ársins hjá USAH og fyrir valinu varð Ásdís Brynja Jónsdóttir hjá Hestamannafélaginu Neista. 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga