Úrslit í smala. F.v. Elísabet Nótt, Kristín Erla, Magnús og Salka Kristín. Þórdísi og Bríet vantar á myndina.
Úrslit í smala. F.v. Elísabet Nótt, Kristín Erla, Magnús og Salka Kristín. Þórdísi og Bríet vantar á myndina.
Fréttir | 21. mars 2018 - kl. 15:24
Skemmtilegt Æskulýðsmót Neista

Á sunnudaginn stóð æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Neista fyrir Æskulýðsmóti í reiðhöllinni Arnargerði. Þátttaka var góð en 14 börn á aldrinum 8-12 ára kepptu í barnaflokki og níu börn á aldrinum 3-6 ára komu fram í pollaflokki. Í barnaflokki var keppt í smala, tölti og þrígangi og pollar sýndu smala og frjálsa ferð. Á vef Neista segir að mótið hafi tekist vel og hafi verið skemmtilegt fyrir ungu knapana og áhorfendur. „Krakkarnir voru til fyrirmyndar, kát og glöð, á hreinum hestum og létu sko ekki bíða eftir sér,“ segir á vefnum.

Allir keppendur fengu þátttökuverðlaun og að móti loknu buðu foreldrar uppá kökuhlaðborð.

​Myndir frá mótinu má sjá á vef Neista.

Úrslit mótsins urðu þessu:

T7 tölt
1. Salka Kristín Ólafsdóttir
2. Magnús Ólafsson
3. Þórey Helga Sigurbjörnsdóttir
4.-5. Kristín Erla Sævarsdóttir
4.-5. Harpa Katrín Sigurðardóttir
6.    Tanja Birna Björgvinsdóttir

Þrígangur
1. Þórey Helga Sigurbjörnsdóttir
2. Harpa Katrín Sigurðardóttir
3. Tanja Birna Björgvinsdóttir
4. Kristín Erla Sævarsdóttir
5. Þórdís Katla Atladóttir

Smali
1. Salka Kristín Ólafsdóttir
2. Magnús Ólafsson
3. Kristín Erla Sævarsdóttir
4. Þórdís Katla Atladóttir og Bríet Sara Sigurðardóttir
5. Elísabet Nótt Guðmundsdóttir

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga