Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 18. apríl 2018 - kl. 16:07
Sumarskemmtun Blönduskóla og sumarkaffi í Félagsheimilinu

Hin árlega sumarskemmtun Blönduskóla verður haldin á morgun, sumardaginn fyrsta í Félagsheimilinu á Blönduósi. Nemendur í 1.-7. bekk sjá um öll skemmtiatriði undir leiðsögn kennara. Skemmtunin hefst klukkan 14:00 og aðgöngumiðinn kostar kr. 1.000. Ókeypis er fyrir börn fædd 2005 (7. bekk) og yngri. Gestir geta verslað í sjoppunni sem er í umsjón 10. bekkjar Blönduskóla.

Á eftir sumarskemmtuninni verður sumarkaffi í Félagsheimilinu frá klukkan 16-18 í umsjón Hafa gaman og Retro. Á boðstólnum verða marengstertur, vöfflur, súkkulaðikaka, skonsuterta og fleira góðgæti. Verð kr. 1.000 fyrir 6 ára og eldri og kr. 500 fyrir 2-5 ára.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga