Tilkynningar | 18. apríl 2018 - kl. 16:09
Viltu gerast félagsmaður í Krabbameinsfélagi Austur-Húnavatnssýslu?
Frá Krabbameinsfélagi A-Hún.

Af hverju ætti ég að gera það?

Hvað getur Krabbameinsfélag A-Hún. gert fyrir mig?

Flest  Ã¾ekkjum við einhvern sem hefur þurft að glíma við krabbamein og þar af leiðandi þurft að dvelja fjarri heimili sínu til lengri eða skemmri tíma, með tilheyrandi kostnaði.

Krabbameinsfélag A-Hún. styrkir félagsmenn sína til að mæta kostnaði við leigu á húsnæði vegna dvalar fjarri heimili, og styrkir líka maka  (fylgdarmann) sjúklinga sem þurfa að leita lækninga erlendis.

Framundan er aðalfundur Krabbameinfélas A-Hún. Og þangað eru allir velkomnir. Hægt er að ganga í félagið á fundinum eða hafa samband við einhvern úr stjórninni, sem eru:

Sveinfríður Sigurpálsdóttir, formaður

sveinfridur@simnet.is

Jökulrós Grímsdóttir gjaldkeri

jokulrosg@gmail.com

 Kristín Sigurðardóttir, ritari

kristinros75@gmail.com

Viktoría Björk Erlendsdóttir, meðstj.

Viktoria0901@gmail.com

Margrét Einarsdóttir, meðstj.

maein@simnet.is

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga