Nýir félagar eftir inntökuathöfnina
Nýir félagar eftir inntökuathöfnina
Nýir félagar ásamt meðmælendum sínum og umdæmisstjóra
Nýir félagar ásamt meðmælendum sínum og umdæmisstjóra
Tilkynningar | 18. apríl 2018 - kl. 16:11
Frá Lionsklúbbi Blönduóss

Í vetur hefur staðið yfir vinna við að endurreisa Lionsklúbb Blönduóss. Sú vinna hefur gengið vel og þann 17.4. voru teknir inn sex nýir félagar í klúbbinn. Nýju félagarnir hafa í vetur fengið fræðslu um hreyfinguna og eru tilbúnir í slaginn til að leggja nærsamfélaginu lið. Eins og einn orðaði það við erum komnir til að gera ekki bara að vera.

Næsti fundur í klúbbnum verður haldinn þann 22.5. og verður jafnframt lokafundur starfsársins. Hafi fleiri áhuga á að bætast í hópinn þá eru þeim velkomið að hafa samband við einhvern félaga í klúbbnum. 

Á fyrri myndinni (203620) eru nýju félagarnir eftir inntökuathöfnina og á hinni myndinni eru nýju félagarnir ásamt meðmælendum sínum og umdæmisstjóra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga