Guðjón Ebbi. Skjáskot úr Landanum á RÚV.
Guðjón Ebbi. Skjáskot úr Landanum á RÚV.
Fréttir | 20. apríl 2018 - kl. 14:01
Eþíópísk matarmenning á Skagaströnd

Hjónin Guðjón Ebbi frá Skagaströnd og Liya frá Addis Ababa ráku eþíópískan í Reykjavík en ákváðu fyrir um ári síðan að flytja á æskustöðvar Guðjóns og tóku matarmenninguna frá heimalandi Liyu með sér. Fjallað var um þetta í sjónvarpsþættinum Landanum í Ríkissjónvarpinu. „Það var auglýst sem sagt kaffihúsið, Fellsborg sem er félagsheimilið og tjaldsvæðið og við ákváðum bara að sækja um og sjá hvað gerðist. Svo fengum við það bara,“ segir Liya í þættinum.

Liya var mjög áhugasöm um að flytja norður í land. Guðjón Ebbi var hins vegar ekki viss í fyrstu. „Ég var eiginlega tilbúinn að flytja á alla aðra staði heldur en Skagaströnd, var eiginlega búinn að missa trúna á Skagaströnd en við erum rosalega fegin að vera flutt hingað núna,“ segir hann.

Það er sko nóg að gera hjá þeim hjónum en þau elda fyrir um 120 manns í hverju hádegi og það í bæjarfélagi sem telur 480 manns, en þau sjá um matinn fyrir leik- og grunnskólann auk þess sem kaffihúsið Bjarmanes býður upp á heitan mat í hádeginu.

Þáttinn má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga