Fréttir | 18. maí 2018 - kl. 10:31
N1 vill sjálfsafgreiðslustöð í Víðihlíð

N1 hefur sótt um leyfi til Húnaþings vestra um að setja upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á plani á lóð félagsheimilisins Víðihlíðar. Setja á upp tvöfaldan geymi (gám), sambyggða olíu- og sandskilju, Ad-Blue geymi í jörð, afgreiðsluplan og afgreiðslutæki ásamt lögnum sem tilheyra framkvæmdinni. Jafnframt vill N1 setja upp upplýsingaskilti sunna við Víðihlíð, 15 metra frá miðlínu þjóðvegarins. Skilti mun verða sjö metra hátt og 2,3 metrar á breidd.

Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra hefur samþykkt byggingaráformin og bent N1 á að skila þurfi inn skriflegu samþykki landeiganda vegna uppsetningar upplýsingaskiltis.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga