Skarphéðinn slítur skólanum í síðasta skiptið. Ljósm: FB/tonhun
Skarphéðinn slítur skólanum í síðasta skiptið. Ljósm: FB/tonhun
Frá skólaslitunum. Ljósm: FB/tonhun
Frá skólaslitunum. Ljósm: FB/tonhun
Kennarar Tónlistarskólans komu saman að loknum skólaslitum. Hugrún Sif er önnur frá vinstri. Ljósm: FB/tonhun.
Kennarar Tónlistarskólans komu saman að loknum skólaslitum. Hugrún Sif er önnur frá vinstri. Ljósm: FB/tonhun.
Fréttir | 25. maí 2018 - kl. 09:19
Hugrún Sif nýr skólastjóri Tónlistarskóla A-Hún.

Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu var slitið í Blönduóskirkju 17. maí síðastliðinn. Fram komu nemendur sem luku við stigspróf og útskriftarnemendur skólans. Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson sleit skólanum í síðasta skiptið þar sem hann lætur af störfum sem skólastjóri. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri skólans.  

Innritun fyrir næsta ár er hafin og stendur til 15. júní næstkomandi. Sótt er um á vefsíðu skólans http://tonhun.is/.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga