Kálfshamarsviti. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Kálfshamarsviti. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Fréttir | 26. maí 2018 - kl. 21:52
Niðurstöður úr Skagabyggð

Niðurstöður í sveitarstjórnarkosningum 2018 í Skagabyggð liggja fyrir en þar fór fram persónukjör. Kjörfundur hófst klukkan 12 í dag og lauk 17:10. Á kjörskrá voru 68. Alls kusu 48 eða 71%, auðir seðlar voru 2 og enginn ógildur.

Aðalmenn í sveitarstjórn eru:

Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Ytra-Hóli 1
Magnús Jóhann Björnsson, Syðra-Hóli
Kristján Steinar Kristjánsson, Steinnýjarstöðum
Karen Helga R. Steinsdóttir, Víkum
Magnús Bergmann Guðmannsson, Vindhæli

Varamenn í sveitarstjórn eru:

1. Bjarney Ragnhildur Jónsdóttir, Tjörn
2. Linda Björk Ævarsdóttir, Steinnýjarstöðum
3. Baldvin Sveinsson, Tjörn
4. Elín Anna Rafnsdóttir, Kurfi
5. Erla Jónsdóttir, Kambakoti

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga