Fréttir | 27. maí 2018 - kl. 00:10
L-Listinn með meirihluta í Blönduósbæ

Talningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Blönduósbæ er lokið. Á kjörskrá voru 643 og kusu 558 eða 86,8%. L-listi, Listi fólksins fékk 278 atkvæði eða 51,2% og fjóra menn kjörna. Ó-listi, Óslistinn fékk 265 atkvæði eða 48,8% og þrjá menn kjörna. Auð og ógild atkvæði voru 15.

Ný sveitarstjórn Blönduósbæjar verður því þannig skipuð:

Frá L-Listanum:
Guðmundur Haukur Jakobsson
Rannveig Lena Gísladóttir
Sigurgeir Þór Jónasson
Hjálmar Björn Guðmundsson

Frá Óslistanum:

Anna Margret Sigurðardóttir
Gunnar Tr. Halldórsson
Birna Ágústsdóttir

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga