Húnavellir
Húnavellir
Fréttir | 27. maí 2018 - kl. 00:22
Talningu lokið í Húnavatnshreppi

Úrslit í sveitarstjórnarkosningum í Húnavatnshreppi liggja fyrir. Alls greiddu atkvæði 272 og var kjörsókn 89,8%. A-listi, Listi framtíðar í Húnavatnshreppi hlaut 111 atkvæði og þrjá menn kjörna. E-listi, Nýtt afl í Húnavatnshreppi hlaut 90 atkvæði og tvo menn kjörna og N-listi, Nýtt framboð í Húnavatnshreppi hlaut 67 atkvæði og tvo menn kjörna.

Af A-lista hlutu kosningu, Jón Gíslason, Berglind Hlín Baldursdóttir og Jóhanna Magnúsdóttir. Af E-lista hlutu kosningu, Þóra Sverrisdóttir og Jón Árni Magnússon. Af N-lista hlutu kosningu, Ragnhildur Haraldsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga