Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 27. maí 2018 - kl. 00:41
B-listi með meirihluta í Húnaþing vestra

Talningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Á kjörskrá voru 891 og var kjörsókn tæp 75%. B-listi, Framsóknarflokkurinn og aðrir framfarasinnar í Húnaþingi vestra fengu tæplega 55% atkvæða og fjóra menn kjörna. N-listi, Nýtt afl í Húnaþingi vestra fékk rúmlega 45% atkvæða og þrjá menn kjörna.

Ný sveitarstjórn í Húnaþingi vestra verður þannig:

Af B-lista:
Þorleifur Karl Eggertsson, símsmiður
Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi
Friðrik Már Sigurðsson, hestafræðingur

Af N-lista:
Magnús Magnússon
Sigríður Ólafsdóttir
Magnús Eðvaldsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga