Tilkynningar | 06. júní 2018 - kl. 16:26
Fyrsti heimaleikur sumarsins
Frá knattspyrnudeildinni

Fyrsti heimaleikur, sameiginlegs liðs meistaraflokks karla Kormáks/Hvatar, fer fram á Blönduósvelli á sunnudaginn klukkan 15:00. Kormákur/Hvöt spilar í D-riðli 4. deildar og mun mæta liði Léttis. Liðin eru jöfn að stigum eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar, með fjögur stig.

Lið Kormáks/Hvatar mætir öflugt til leiks í deildinni en í vor fékk það til liðs við sig þrjá erlenda leikmenn ásamt Hilmari Þór Kárasyni sem er uppalinn á Blönduósi. Leikmennirnir hafa sýnt góða takta í síðustu tveimur leikjum og von er á góðri stemmningu á Blönduósvelli um helgina.

Aðgangur á leikinn er í boði Heimis málara.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga