Fréttir | 19. júní 2018 - kl. 09:35
Guðný Hrund endurráðin sveitarstjóri

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Húnaþings vestra fór fram 14. júní síðastliðinn en á dagskrá fundarins var m.a. kosning oddvita og varaoddvita, kosningar í nefndir, ráð og stjórnir og ráðning sveitarstjóra. Þorleifur Karl Eggertsson var kosinn oddviti sveitarfélagsins og Ingveldur Ása Konráðsdóttir varaoddviti. Guðný Hrund Karlsdóttir var endurráðin í starf sveitarstjóra.

Á fundinum var lagður fram ráðningarsamningur við Guðnýju Hrund til staðfestingar. Oddviti gerði grein fyrir samningnum og lagði fram eftirfarandi bókun. „Við gerð nýs ráðningarsamnings við sveitarstjóra er leitast við að miða við laun sveitarstjóra í sveitarfélagi með sambærilegan íbúafjölda og er þá stuðst við skýrslu hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör framkvæmdastjóra sveitarfélaga á árinu 2017.“ Samningurinn var samþykktur samhljóða.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga