Eyþór Franzon Wechner. Ljósm: leitandi.is
Eyþór Franzon Wechner. Ljósm: leitandi.is
Fréttir | 19. júní 2018 - kl. 14:36
Eyþór hélt tónleika í Hallgrímskirkju

Eyþór Franzon Wechner, organisti í Blönduóskirkju og píanókennari við Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu, bauð upp á metnaðarfulla og glæsilega efnisskrá á tónleikum sem hann hélt á opnunarhelgi Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju síðastliðinn laugardag. Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur að baki tónleikaröðinni og er tónleikastjóri sumarsins Gunnar Andreas Kristjánsson tónskáld en listrænn stjórnandi er Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju.

Þess má geta að Eyþór Franzon var valinn maður ársins 2017 af lesendum Húnahornsins en hann er einstaklega hæfileikaríkur organisti og hefur tónlistarflutningur hans vakið aðdáun alla Húnvetninga sem á hann hafa hlustað. Eyþór átti stóran þátt í sigurgöngu Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps í keppninni um kóra Íslands á síðasta ári.

Hægt er að horfa og hlusta á tónleika Eyþórs frá því á laugardaginn hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga