Vínsmökkun í Bolzano. Ljósm: FB/Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.
Vínsmökkun í Bolzano. Ljósm: FB/Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.
Fréttir | 25. júní 2018 - kl. 10:02
„Vín frá Holti verður gott“

Kórmenn Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps fóru á laugardaginn í skemmtilega vínkynningu í Bolzano á Ítalíu sem er ein stærsta vínræktunin á svæðinu. Þar fengu þeir skemmtilega fræðslu um vínrækt heimamanna og kynningu á mismunandi hvítvínum og rauðvínum. Jóhann bóndi í Holti var einstaklega áhugasamur og sá tækifæri í landbúnaði við Svínavatn. Og þá orti Sigurjón á Fossum:

Vín frá Holti verður gott
verður margur glaður.
Bara Jói bruggar flott
besti gæða maður.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur verið á söngferðalagi um Ítalíu undanfarna daga og héldu stórgóða tónleika í klaustrinu Muri Gries í Balzano, fyrir fullu húsi, síðastliðinn fimmtudag. Kórfélagarnir eru 32 en makar þeirra eru einnig með og er Húnvetningahópurinn því samtals 64.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga