Fréttir | 25. júní 2018 - kl. 10:16
Haddý á Hvalshöfða í þættinum „Maður er manns gaman“ á Stöð 2 í kvöld

Maður er manns gaman á eru nýir íslenskir þættir á Stöð 2 í umsjón Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar. Fyrsti þátturinn var í síðustu viku en alls verða þeir átta og sýndir á mánudagskvöldum í sumar. Í þáttunum heimsækir Magnús Hlynur jákvætt og skemmtilegt fólk sem hrífur aðra með sér og hefur gaman af lífinu. Í þætti kvöldsins verður Haddý á Hvalshöfða í Hrútafirði gestur Magnúsar en hann heimsótti Haddý í vor í sauðburðinn þar sem hún fór á kostum.

Í þáttunum heimsækir Magnús Hlynur nokkur sveitarfélög og finnur mestu gleðigjafa viðkomandi sveitarfélags eða sveitar. Þetta geta verið einstaklingar í allskonar störfum þar sem gleði og útgeislun viðkomandi hrífur alla með sér. Hann fylgir viðkomandi á heimilinu, vinnustaðnum, áhugamálinu eða hvað eina og spyrja áhugaverða spurninga.

Þátturinn í kvöld er klukkan 19:50 á Stöð 2.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga