Aðalgata 8 á Blönduósi.
Aðalgata 8 á Blönduósi.
Fréttir | Tilkynningar | 04. júlí 2018 - kl. 12:00
Sumarið fer vel af stað á Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur Húnavatnssýslu
Frá Upplýsingamiðstöðinni
Í apríl síðastliðnum var Upplýsingmiðstöð ferðamála í Austur Húnavatnssýslu opnuð að Aðalgötu 8 í gamla bænum á Blönduósi, áður var hún rekin á sumrin á Héraðsbókasafni Austur Húnavatnssýslu. Þórdís Rúnarsdóttir ferðamálafulltrúi sér um rekstur hennar en í sama húsnæði er rekin handverksverslunin Hitt og Þetta handverk þar sem má finna handverk eftir tæplega 40 einstaklinga úr sýslunni og Vötnin Angling Service þar sem hægt er að festa kaup á veiðivörum og veiðileyfum ásamt því að  fá leigðann veiðibúnað. 
 
Síðustu sumur hefur verið haldið utan um tölur á þeim ferðamönnum sem sækja upplýsingamiðstöðina á Blönduósi ásamt gögnum hvað varðar þjóðeri, aldur, ástæðu heimsóknar og fleira. Í júní 2016 voru gestirnir 167, júní 2017 voru þeir 100 en má þess geta að opnun í júní 2017 var heldur takmörkuð en í júní síðastliðnum voru skráðir gestir 948. 
 
Ef dregnar eru fram eldri tölur yfir heimsóknir þá heimsóttu 1010 gestir upplýsingamiðstöðina frá júní – september árið 2016 og 755  gestir á sama tíma árið 2017.
 
Það má því með sanni segja að aðsóknir ferðamanna á Aðalgötu 8 hafi farið fram úr björtustu vonum því frá opnun upplýsingmiðstöðvarinnar þann 15.apríl hafa 1687 gestir verið skráðir og verður áhugavert að sjá tölur teknar saman í lok sumars. 
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga