Frá námskeiði vinnuskólabarna. Ljósmyndir: Aðsendar.
Frá námskeiði vinnuskólabarna. Ljósmyndir: Aðsendar.
Vinnuskólabörn á námskeiðinu með kennara sínum. Ljósm: Aðsend.
Vinnuskólabörn á námskeiðinu með kennara sínum. Ljósm: Aðsend.
Vinnuskólabörn fleyta hesti í jökulvatni. Ljósm: Aðsend.
Vinnuskólabörn fleyta hesti í jökulvatni. Ljósm: Aðsend.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 10:15
Verðlaunasýning Sigurðar Guðjónssonar INNLJÓS stendur nú yfir á Blönduósi

Laugardaginn 7. júlí síðastliðinn var sýning Sigurðar Guðjónssona INNLJÓS opnuð að Kleifum við Blönduós. Aðsókn hefur verið mjög góð enda eiga margir leið um Blönduós á ferð sinni eftir hringveginum um hásumarið. Von er á mörgum gestum á Húnavöku sem haldin verður um næstu helgi og líklegt að einhverjir leggi leið sína að Kleifum til að upplifa sýninguna. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 10 til 22 fram til sunnudagsins 22. júlí næstkomandi.

Listasafn ASÍ stóð fyrir sýningunni INNLJÓS í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði s.l. haust og Sigurður hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir þá sýningu. Nú hafa sömu verk verið sett upp á nýjum stað við gjörólíkar aðstæður og gefst gestum tækifæri til að upplifa verkin SCANNER (2017), MIRROR PROJECTOR (2017) og FUSER (2017) í útihúsunum við bæinn Kleifar í útjaðri Blönduóss. Að auki hefur verkið LIGHTROOM eða LJÓSRÝMI (2018) verið sett upp í fjárhúsnum á bænum.

Myndir frá opnun sýningarinnar má sjá hér:

Vinnuskólabörn á Blönduósi glæða gamalt málverk nýju lífi
Listasafn ASÍ stóð fyrir námskeiði í tengslum við sýninguna að Kleifum. Þar var vinnuskólabörnum boðið að endurskapa málverkið HESTUR Í JÖKULVATNI (1954) eftir Jón Stefánsson (1881–1962) en Jón var fæddur og uppalinn á Norðurlandi vestra nánar tiltekið á Sauðárkróki. Þátttakendur á námskeiðinu smíðuðu hest sem þau fleyttu í jökulánni Blöndu og bjuggu til vídeó-mynd af hestinum í ánni með upprunalega málverkið sem fyrirmynd. Mynd nemenda vinnuskólans ásamt heimildarmynd um verkefnið verður birt á heimasíðu safnsins seinna á þessu ári. Kennarar á námskeiðinu voru Kolbeinn Hugi Höskuldsson myndlistarmaður og Sigrún Jónsdóttir tónskáld.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga