Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 12:35
Skreytingadagur í dag

Húnavökuhátíðin á Blönduósi hefst formlega á morgun en síðdegis í dag ætla íbúar bæjarins í þéttbýli og dreifbýli að skreyta hús sín og nágrenni hátt og lágt. Þemað er sameiginlegt og eru allir hvattir til að notast við rauðan lit og ísbjarnarlógó. Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið á kvöldvöku hátíðarinnar á laugardaginn. Íbúar í götum og hverfum eru hvattir til að grilla saman í kvöld eftir að hafa sett upp skreytingarnar.

Í kvöld klukkan 21:00 verður haldið Blö-Quiz í Félagsheimilinu. Spyrlar verða Magnús Sigurjónsson og Pálmi Gunnarsson. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin og er frítt inn. Tónlist verður á fóninum og barinn opinn.

Dagskrá dagsins í dag:
08:30-17:30 Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu.
09:00-22:00 Ærslabelgurinn á skólalóðinni.
10:00-17:00 Heimilisiðnaðarsafnið. Sérsýning ársins Foldarskart eftir Louise Harris. Aðgangseyrir, frítt fyrir yngri en 16 ára.
13:00-17:00 Textílsetur Íslands/Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refli. Aðgangseyrir.
18:00-21:30 Blönduósingar í þéttbýli og dreifbýli skreyta hús sín hátt og lágt.
21:00-01:00 Blö-Quiz í Félagsheimilinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga