Stóri fyrirtækjadagurinn 2016.
Stóri fyrirtækjadagurinn 2016.
Fréttir | 20. júlí 2018 - kl. 09:48
Stóri fyrirtækjadagurinn á Húnavöku
Risa kótelettukvöld og kvöldskemmtun í Félagsheimilinu

Húnavakan er hafin og stendur hún yfir alla helgina. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti og gangandi og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í dag verður opið hús hjá fyrirtækjum á Blönduósi og ýmisleg spennandi Húnavökutilboð í gangi. Heimilisiðnaðarsafnið, Textílsetrið, Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refla taka á móti gestum í dag og kynna starfsemina. Risa kótelettukvöld og kvöldskemmtun verður í Félagsheimilinu.

Eftirtalin fyrirtæki verða með opið hús og Húnavökutilboð:

  • Fyrirtækin: Átak, Ísgel, N1 píparinn og Ístex: Taka á móti gestum og bjóða upp á grill, gos, hoppukastala o.fl. að Efstubraut 2 (kl.12-16).
  • Fisk á Disk við Norðurlandsveg: Húnavökutilboð: Grillspjót á 15% afslætti, bleikja í marineringu og fish&chips á 10% afslætti (kl.10-18).
  • Samkaup: Snúðar á 50% afslætti, ýmis tilboð í gangi (kl.10-19).
  • Hitt og þetta handverk/Vötnin Angling Service: Handverk o.fl. (kl. 8:30-17:30).
  • Trésmiðjan Stígandi: Taka á móti gestum, heitt á könnunni (kl 13-16).
  • Lífland: Taka á móti gestum. Húnavökutilboð á völdum vörum og heitt á könnunni (kl.13-16).
  • SAH Afurðir: Taka á móti gestum við verslun fyrirtækisins, grill, kynning á vörum og Húnavökutilboð á grillkjöti (13-17).
  • VILKO/PRIMA: Taka á móti gestum og sýna nýju húsakynni fyrirtækisins í gamla MS húsinu (kl.14-16).
  • Tengill ehf.: Taka á móti gestum á starfstöð sinni, veitingar í boði. Hestaleigan Galsi teymir undir hjá börnum í boði Tengils. (kl.13-16).

Listasmiðja verður í Kvennaskólanum milli klukkan 16 og 18 en þar er rekin alþjóðleg listamiðstöð fyrir textíllistamenn. Listasmiðjan er fyrir börn fædd árin 2004-2008. Ömmukaffi verður með súpu í hádeginu og léttan matseðil. Barinn opinn fram á kvöld. Borgin Restaurant á Hótel Blöndu verður með glænýjan matseðil. Barinn opinn fram á kvöld og ýmis tilboð í gangi.

Risa kótelettukvöld og kvöldskemmtun verður í Félagsheimilinu á Blönduósi í kvöld frá klukkan 18:30-20:45. Veislustjóri er hinn landskunni Gísli Einarsson og Lalli töframaður skemmtir. Húsið opnar klukkan 18:30 og hefst borðhald 19:00.

Klukkan 20 í kvöld fer fram fótboltaleikur á Blönduósvelli en þá mætast Kormákur/Hvöt og Vatnaliljur. Frítt er á völlinn.

Frá klukkan 21 til 22 í kvöld verður fjölskyldudansleikur með Stuðlabandinu í Félagsheimilinu og frá klukkan 23-03 verður stórdansleikur með sömu hljómsveit á sama stað. Aldurstakmark á stórdansleikinn er 16 ára og miðaverð er kr. 3.500.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga