Minningarsteinn á Þrístöpum.
Minningarsteinn á Þrístöpum.
Tilkynningar | 29. júlí 2018 - kl. 16:57
Ferð eldri borgara um söguslóðir síðustu aftökunnar

Ákveðið hefur verið að fara dagsferð um söguslóðir síðustu aftöku á Íslandi þriðjudaginn 28. ágúst.  Farið verður frá Blönduós kl. 10.00 að morgni. Ekinn verður hringur um Vatnsnes og fram í Vatnsdal.

Komið verður á Þrístapa, að Illugastöðum, Tjörn á Vatnsnesi og í Katadal. Ekið verður hjá garði á Vatnsenda og Stóruborg og æskustöðvar Agnesar í Vatnsdal heimsóttar.

Frásagnir og leiðsögn verður í höndum Magnúsar Ólafssonar frá Sveinsstöðum sem í sumar hefur farið í vel heppnaða hestaferð um þessar söguslóðir og sagt söguna. Hann verður búinn að fara 3 slíkar ferðir þegar að ferð heldri borgara kemur.

Mikilvægt að skrá þátttöku sem fyrst til að unnt verði að tryggja heppilegan bílakost í síma  452 4993  eða 862 8603. Einnig má senda póst á netfang sgfoss@simnet.is.

Nánari upplýsingar gefur Sigurjón í framangreindum símum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga