Frá æfingabúðum IK Södra Judo í Stokkhólmi í Svíþjóð. Mynd: Ragnheiður Blöndal Benediktsdóttir.
Frá æfingabúðum IK Södra Judo í Stokkhólmi í Svíþjóð. Mynd: Ragnheiður Blöndal Benediktsdóttir.
Fréttir | 13. ágúst 2018 - kl. 09:43
Pardus í æfingabúðum í Stokkhólmi

Iðkendur júdódeildar Tindastóls frá Sauðárkróki, júdófélagsins Pardusar frá Blönduósi og júdódeildar Ármanns í Reykjavík tóku þátt í æfingabúðum í júdó í Stokkhólmi um helgina. Alls voru 34 júdóiðkendur, þjálfarar og foreldrar frá Íslandi en æfingabúðirnar voru haldnar í sumarbúðum júdófélagsins IK Södra Judo. Auk Íslenginganna og gestgjafanna komu iðkendur frá júdófélaginu Linköoing Judo.

Sagt er frá þessu á vef Tindastóls. Þar kemur fram að móttökur gestgjafanna hafi verið höfðinglegar. Þeir sáu um að enginn gengi svangur um svæðið með kjarngóðum málsverðum fyrir og eftir gæða júdóæfingar, skipulögðu afþreyingu og tókst að gera helgina alveg hreint frábæra í alla staði.

Lesa má nánar um júdóhelgina á vef Tindastóls og þar má sjá myndir frá ferðalaginu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga