Fréttir | 15. ágúst 2018 - kl. 06:04
Spjallfundur í Víðihlíð

Í kvöld klukkan 20 verður haldinn fundur í félagsheimilinu í Víðihlíð þar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Haraldur Benediktsson þingmaður Norðvesturkjördæmis ætla að eiga spjall við bændur um skýrslu samráðshóps um endurskoðun sauðfjársamnings. Fundurinn er öllum opinn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga