Fréttir | 15. ágúst 2018 - kl. 09:51
Nýr sveitarstjóri tekinn til starfa

Valdimar O. Hermannsson, nýr sveitarstjóri Blönduósbæjar, hóf störf í gær samkvæmt samkomulagi þar um. Sveitarstjórn Blönduósbæjar ákvað 12. júlí síðastliðinn að ráða Valdimar í starfið en hann er markaðsfræðingur að mennt og hefur einnig lagt stund á fjölbreytt nám. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sjálfstætt, meðal annars sem verkefnastjóri, nú síðast fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.

Valgarður Hilmarsson hefur verið í starfi sveitarstjóra frá 1. apríl síðastliðinum þegar Arnar Þór Sævarsson lét af störfum en hann hafði verið sveitarstjóri Blönduósbæjar frá 9. október árið 2007.

Alls voru umsækjendur um starf sveitarstjóra hjá Blönduósbæ níu en umsóknarfrestur rann út 2. júlí síðastliðinn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga