Fréttir | Sameining A-Hún | 15. ágúst 2018 - kl. 10:03
Blönduósbær tilnefnir nýja fulltrúa í sameiningarnefnd

Ný sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur samþykkt að halda áfram þátttöku í sameiningarviðræðum sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Guðmundur Haukur Jakobsson og Birna Ágústsdóttir verða aðalfulltrúar í sameiningarnefndinni í stað Valgarðs Hilmarssonar og Harðar Ríkharðssonar. Auk þeirra mun Valdimar O. Hermannsson sitja í nefndinni fyrir hönd Blönduósbæjar en í henni eru þrír frá hverju sveitarfélagi.

Aðrar nýjar sveitarstjórnir á svæðinu hafa ekki gefið út formlega hvort þær ætli að halda áfram þátttöku í verkefninu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga