Gengið um Hrútey. Ljósm: FB/Visit North West Iceland.
Gengið um Hrútey. Ljósm: FB/Visit North West Iceland.
Tilkynningar | 04. september 2018 - kl. 14:23
Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands í september 2018 í Austur Húnavatnssýslu
Frá Upplýsingamiðstöð ferðamála í A-Hún.

Í ár endurtökum við leikinn og verður gengið alla miðvikudaga í september og hefjast þær allar klukkan 18:00. Um er að ræða fjölskylduvænar 60-90 mínútna langar göngur þar sem megin tilgangurinn er sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap, tilvalið er að göngugarpar sameinist í bíla ef aka þarf yfir í næstu sveitarfélög.

Vonumst til að sem flestir taki þátt og njóti náttúrunnar í góðri samveru.

LIFUM OG NJÓTUM!

5. september - Holtin í kringum Blönduós
Upphafsstaður: Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi
Göngustjóri: Berglind Björnsdóttir

12. september – Gunnfríðarstaðir
Upphafsstaður: Gunnfríðarstaðir
Göngustjóri: Páll Ingþór Kristinsson

19. september - Spákonufellshöfði á Skagaströnd
Upphafsstaður: Við Salthús Guesthouse
Göngustjóri: Ólafur Bernódusson

26. september - Gljúfrið við Giljá
Upphafsstaður: Við Stóru Giljá
Göngustjóri: Sigurveig Sigurðardóttir

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga