Tilkynningar | 05. september 2018 - kl. 20:44
Bókasafnsdagurinn er 7. september
Frá Héraðsbókasafni A-Hún.

Markmið bókasafnsdagsins er tvíþætt: Að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og vera dagur starfsmanna safnanna.

Þar sem margir íbúar svæðisins eru ábyggilega á leið í réttir á föstudaginn höfum við ákveðið að fagna deginum aðeins fyrr og bjóða upp á kaffi & meðlæti á fimmtudaginn milli 14:00 - 18:00.

Þá verður einnig hægt að skoða nýja lesherbergið fyrir unglingana, sem hefur verið innréttað þar sem upplýsingarmiðstöðin var staðsett áður... ásamt öðrum nýjungum í innréttingarmálum!

Svo munum við einnig stilla upp nokkrum skemmtilegum fræðibókum í vikunni, en bókasafnsdagurinn í ár er tileinkaður vísindum af öllum toga.

Hvetjum alla til að koma og kíkja á okkur!

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga