Horft til Spákonufells af Spákonufellshöfða.
Horft til Spákonufells af Spákonufellshöfða.
Fréttir | 19. september 2018 - kl. 11:16
Lýðheilsuganga um Spákonufellshöfðann

Lýðheilsugöngur Ferðafélag Íslands í september halda áfram í dag klukkan 18 og verður nú gengið um Spákonufellshöfðann á Skagaströnd. Göngustjóri er Ólafur Bernódusson en hann þekkir svæðið betur en flestir aðrir og ætlar hann að segja frá því sem ber fyrir augu. Ólafur segir að gangan muni líklega taka um klukkutíma en það fari vissulega eftir veðri. Spáin gæti verið betri en þá klæði menn sig bara betur. Vonast hann til að sjá sem flesta í göngunni í dag.

Lýðheilsugöngurnar eru  fjölskylduvænar 60-90 mínútna langar göngur þar sem megin tilgangurinn er sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap, tilvalið er að göngugarpar sameinist í bíla ef aka þarf lengri veg.

Lýðheilsugöngur sem framundan eru:

19. september - Spákonufellshöfði á Skagaströnd 
Upphafsstaður: Við Salthús Guesthouse
Göngustjóri: Ólafur Bernódusson

26. september - Gljúfrið við Giljá 
Upphafsstaður: Við Stóru Giljá
Göngustjóri: Sigurveig Sigurðardóttir

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga