Kormákskonur. Ljósm: FB/kormakurblak
Kormákskonur. Ljósm: FB/kormakurblak
Fréttir | 16. október 2018 - kl. 20:25
Blakmót í fyrsta sinn á Hvammstanga

Haldið var blakmót á Hvammstanga í fyrsta sinn um síðustu helgi. Mótið var liður í Íslandsmótinu í blaki í 4. deild kvenna. Kormákur mætti þar til leiks ásamt ellefu öðrum liðum. Mótið fór vel fram og voru gestir ánægðir með framkvæmd þess og umgjörð. Lið Kormáks sigraði tvo leiki, tapaði tveimur í oddahrinu, sem þýðir að stig fékkst úr leikjunum þrátt fyrir tap, og einn leikur tapaðist án þess að stig fengist. Kormákur fékk því samtals 6 stig og situr í 6. sæti. Efst er Keflavík og KA-Skautar.

Í 4. deild kvenna eru 12 lið sem keppa þrjár helgar yfir veturinn, 4-5 leiki í senn. Næsta keppnishelgi verður í Kórnum í Kópavogi um miðjan janúar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga