Ný stjórn SSNV. Ljósm: ssnv.is
Ný stjórn SSNV. Ljósm: ssnv.is
Fréttir | 23. október 2018 - kl. 10:45
Ný stjórn SSNV

Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldið var á Blönduósi 19. október síðastliðinn var ný stjórn samtakanna kosin. Hana skipa þau Þorleifur Karl Eggertsson frá Húnaþingi vestra, Stefán Vagn Stefánsson og Álfhildur Leifsdóttir frá Sveitarfélaginu Skagafirði, Valdimar O. Hermannsson frá Blönduósbæ og Ragnhildur Haraldsdóttir frá Húnavatnshreppi. Nýr formaður er Þorleifur Karl Eggertsson.

Varamenn eru þau Ingveldur Ása Konráðsdóttir frá Húnaþing vestra, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Gunnsteinn Björnsson frá Sveitarfélaginu Skagafirði, Dagný Úlfarsdóttir frá Skagabyggð og Halldór G. Ólafsson frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.

Á meðfylgjandi mynd sem fengin er af vef SSNV má sjá nýja stjórn, f.v.: Stefán Vagn Stefánsson, Þorleifur Karl Eggertsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir (varamaður Álfhildar Leifsdóttur sem var fjarverandi), Ragnhildur Haraldsdóttir og Valdimar O. Hermannsson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga