Fréttir | 23. október 2018 - kl. 17:31
Ræsing Húnaþinga í undirbúningi

Sveitarfélögin Húnaþing vestra og Blönduósbær hafa bæði samþykkt að leggja fram 500 þúsund krónur hvort í þróunarsjóð vegna verkefnisins Ræsing Húnaþinga á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Verkefnið er samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir og hefur það að markmiði að efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Drög að samningi milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og allra sveitarfélaga í Húnavatnssýslum hefur verið samþykktur, bæði í bæjarráð Blönduósbæjar og byggðarráðs Húnaþings vestra.

Þegar verkefninu verður hrint af stað munu einstaklingar, hópar og fyrirtæki verða boðið að senda inn verkefni og vinna í framhaldinu að viðskiptaáætlun undir handleiðslu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar. Samstarfsaðilar, eins og sveitarfélögin í Húnavatnssýslum, leggja til fjármuni í þróunarsjóð sem nýttur verður fyrir þátttakendur. Ger má ráð fyrir að drögin að samningnum verði lög fyrir sveitarstjórnir hinna sveitarfélaganna á næstunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga