Fréttir | 21. nóvember 2018 - kl. 12:02
Verum snjöll – átak fyrir jólin

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hvetja íbúa á Norðurlandi vestra að versla í heimabyggð fyrir jólin. Desember er mikill verslunarmánuður og mikið í húfi fyrir samfélögin á svæðinu að sem mest af þeirri verslun eigi sér stað heima í héraði, segir á vef samtakanna. Þar kemur einnig fram að á næstu vikum verði birtar áminningar í svæðismiðlum undir slagorðunum, Verum snjöll – verslum heima.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga