Fréttir | 21. nóvember 2018 - kl. 22:28
Námsmaraþon í dreifnámi FNV á Hvammstanga

Nemendur í dreifnámi Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Hvammstanga ætla að hafa námsmaraþon 22.-23. nóvember. Þau ætla að skiptast á að læra frá klukkan 22 og fram að næsta skóladegi. Maraþonið er hluti af fjáröflun fyrir ferðasjóð nemenda. Vonast er til að einstaklingar og fyrirtæki taki vel í áheitasöfnun.

Þeir sem vilja heita á krakkana geta lagt inn á reikning á nafni umsjónarmanns (Rakel Runólfsdóttir) nr. 0515-14-408132 kt. 271078-2189.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga