Hólaneskirkja
Hólaneskirkja
Tilkynningar | 22. nóvember 2018 - kl. 09:44
Frá Hólaneskirkju

Sunnudaginn 25. nóvember, klukkan 20 verður kvöldvaka sem helguð er minningu látinna. Nefnd verða nöfn þeirra sem látist hafa á liðnu ári og skráð í kirkjubækur prestakallsins. Hægt er að nefna fleiri við sóknarprest svo nöfn þeirra verði einnig lesin.

Í kirkjunni gefum við okkur tíma til að setjast niður, íhuga og njóta, hlusta á falleg orð og tónlist, þar sem bænir og sálmar tjá það sem við oft getum ekki sagt með eigin orðum. Við fáum frið til að syrgja, minnast og þakka þeim sem hafa snert líf okkar og gert það fallegra og betra. Og hugsa á uppbyggilegan hátt um okkar eigin lífsgöngu.

Kór Hólaneskirkju syngur við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, sem einnig syngur einsöng svo og Ingeborg Knosen sem syngur frumsamið lag. Meðhjálpari er Ólafur Sigurjónsson. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir leiðir stundina.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga