Gamli bærinn á Blönduósi
Gamli bærinn á Blönduósi
Tilkynningar | 23. nóvember 2018 - kl. 07:23
Söguganga um gamla bæinn

Í tengslum við Notalega vetrarstund í gamla bænum á Blönduósi mun Katharina Schneider bjóða upp á sögugöngu um bæinn. Katharina hefur um nokkurt skeið unnið að hönnun á sögugöngu ætlaða ferðamönnum um gamla bæinn í samstarfi við Vötnin Angling Service. Styrkur fékkst í þetta verkefni frá Uppbyggingarsjóði SSNV.

Lagt verður af stað frá Aðalgötu 8, klukkan 14, laugardaginn 24. nóvember. Eins og áður segir er gangan ætluð ferðamönnum og því mun ættfræðin ekki vera í aðalhlutverki heldur skemmtilegar sögustaðreyndir af svæðinu.

Gaman væri að geta þróað verkefnið með aðstoð heimamanna og safna saman sögum sem hægt væri að nota næsta sumar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga