Tilkynningar | 29. nóvember 2018 - kl. 09:10
Jólamarkaður og fullveldiskaffi í Húnaveri
Frá Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps

Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps stendur fyrir jólamarkaði í Húnaveri Laugardaginn 1. desember frá klukkan 13-17. Rósin Tískuverslun verður á staðnum, auk þess verður handverk og margt fleira til sölu hjá ýmsum aðilum. Enn er hægt að panta söluborð hjá Ingibjörgu í síma 864 0208 eða á netfangið audolfur@simnet.is. Söluborð kostar 2.000 krónur en ef tekin eru tvö eða fleiri kostar borðið 1.500 krónur.

Í tilefni 100 ára fullveldisafmæli Íslands verður kvenfélagið með afmælis-veislukaffi í tilefni dagsins. kaffið kostar 1.000 krónur fyrir 12 ára og eldri, 500 krónur fyrir 7-12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri.

Ath erum ekki með posa.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kvenfélagskonur kvenfélags Bólstaðarhlíðarhrepps

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga