Gagnaver séð úr lofti. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Gagnaver séð úr lofti. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Tekin í október.
Tekin í október.
Fréttir | 18. desember 2018 - kl. 15:16
Rífandi gangur í framkvæmdum við gagnaverið

Það er ekkert slegið slöku við á framkvæmdasvæði nýja gagnaversins við Svínvetningabraut í landi Blönduóssbæjar. Skóflustunga að byggingu gagnavers var tekin 23. maí sl. og hófust framkvæmdir sama dag. Í dag er verið að steypa gólfplötuna í húsi nr. 6 af gagnaverunum en auk þess er búið að steypa plötu undir svokallað rofahús og undir spennir sem mun sjá gagnaverunum fyrir rafmagni.

Blíðan sem hefur verið hér undanfarnar vikur hefur gert það að verkum að framkvæmdahraði hefur verið meiri en bjartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir og því er verkið komið svona langt á leið.

Höskuldur B. Erlingsson, áhugaljósmyndari, tók meðfylgjandi myndir í gær út flygildi af gagnaverssvæðinu og sést vel hvað gerst hefur síðan þann 30. október sl., þegar eldri mynd var tekin.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga