Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi.
Fréttir | 14. febrúar 2019 - kl. 16:12
Íbúafundur um skipulagsmál á Blönduósi

Blönduósbær boðar til íbúafundar á Blönduósi miðvikudaginn 20. febrúar klukkan 20:00 á Hótel Blöndu. Á dagskrá fundarins er kynning á tillögum að nýju deiluskipulagi fyrir svæðið norðan leikskólann og fyrir gamla bæinn á Blönduósi. Margrét Ólafsdóttir frá Landmótun, sem unnið hefur að deiliskipulagi fyrir Blönduósbæ, kynnir tillögurnar.

Dagskrá:

1. Deiliskipulag íbúðabyggðar við Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut. Kynnt verður tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið norðan leikskóla.

2. Deiliskipulag Gamla bæjarins á Blönduósi. Kynning verður á vinnu við deiliskipulag, í gamla bænum á Blönduósi, sem nú er í vinnslu. Íbúar og hagsmunaaðilar fá tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga