HSN á Blönduósi
HSN á Blönduósi
Fréttir | 21. febrúar 2019 - kl. 09:46
Þorragleði á HSN á Blönduósi

Þorragleði var haldin hjá íbúum og aðstandendum HSN á Blönduósi 10. febrúar síðastliðinn. Rúmlega 50 manns skemmtu sér saman yfir sögn og gómsætum þorramat. Hafa gaman og Retró gáfu þorramatinn og meðlætið og svignuðu borðin undan kræsingum. „Silla, Lullý, Baldur og Bóta héldu uppi söng og gleði og skapaðist góð stemming í fallegu baðstofunni okkar,“ segir Eva Hrund Pétursdóttir hjá HSN á Blönduósi.

Hún segir ofangreindir aðilar, þau Guðmund Hauk og Kristínu hjá Hafa gaman og Guðrúnu og Magnús hjá Retró, eiga mikið hrós skilið og að íbúar og starfsfólk HSN séu þakklát fyrir þeirra framlag. „Því saman sköpum við gott samfélag,“ segir Eva Hrund.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga