Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 21. febrúar 2019 - kl. 10:00
Árshátíð Blönduskóla

Hin árlega árshátíð Blönduskóla verður haldin á morgun, föstudaginn 22. febrúar, í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnar klukkan 18:30, árshátíðin sjálfs hefst klukkan 19:00 og henni líkur klukkan 24:00. Á dagskrá er m.a. leikrit um Emil í Kattholti í leikstjórn Jófríðar Jónsdóttur og hin árlega Blönduvision, söngkeppni nemenda í 8.-10. bekk, verður á sínu stað.

Dagskrá:
1. Ávarp talsmanns unglingaráðs.
2. Leikritið Emil í Kattholti sýnt í leikstjórn Jófríðar Jónsdóttur.
3. Kaffiveitingar í dansal.
4. Blönduvision -söngvakeppni nemenda í 8.-10. bekk.
5. Dansleikur þar sem nemendur Blönduskóla stýra tónlist fyrir dansi.

Miðaverð:
6. bekkur og eldri 2.500 kr.
1.-5. bekkur 1.000 kr.
6 ára og yngri fá frítt.

Búast má við frábærri skemmtun eins og alltaf og vonandi að sem flestir bæjarbúar mæti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga