Fréttir | 22. mars 2019 - kl. 08:34
Æfingar á söngleiknum Hárinu ganga vel

Leikflokkur Húnaþings vestra æfir nú af fullum krafti fyrir söngleikinn Hárið. Að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, verkefnisstjóra söngleiksins, ganga æfingarnar vel. Hún segir að æft sé 3-5 sinnum í viku og því nóg að gera hjá þátttakendum fram yfir páska. Frumsýna á söngleikinn 17. apríl og verða fimm sýningar um páskana. Ingibjörg segir að 38 manns komi að sýningunni og 26 komi fram í henni, þar á meðal mæðgur sem eru í kór- og danshópi en það eru þær Kristín Guðmundsdóttir og Sunneva Þorvaldsdóttir.

Sýnt verður í Félagsheimilinu Hvammstanga dagana 17., 18., 19., 20. og 22. apríl og hefjast allar sýningarnar klukkan 21:00. Forsala er hafin og er miðaverð 4.800 krónur. Almennt miðaverð verður 5.500 krónur. Miðasala fer fram á www.leikflokkurinn.is.

Ingibjörg segir að miðasalan gangi vel og sé mun meira af miðapöntunum utan Húnaþings en áður hefur verið. Hún segir að forsölunni ljúki eftir viku eða 31. mars og þá hækki verðir úr 4.800 krónum í 5.500.

Meðfylgjandi myndir tók Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga