Skjáskot úr fréttum RÚV.
Skjáskot úr fréttum RÚV.
Fréttir | 20. maí 2019 - kl. 10:02
Móttaka flóttafólks hefur gengið vel

Fréttastofa RÚV leit við á Hvammstanga og Blönduósi um helgina í tilefni komu flóttafólks frá Sýrlandi í síðustu viku. Rætt var Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóra Blönduósbæjar sem sagði að staðirnir báðir væru góðir til að vera á og svona sæmilega miðsvæðis, stutt í meiri þjónustu til Skagafjarðar, Akureyrar eða Reykjavíkur. Þá sagði hann að næga vinnu væri að fá fyrir fólkið, fjölbreytta fyrir menntafólk, iðnaðarmenntað eða ómenntað. Sagði hann að það væri að mörgu að hugsa og fjölmargir sjálfboðaliðar hafi lagt hönd á plóg.

Valdimar sagðist í kvöldfréttunum í gær finna fyrir yfirgnæfandi samstöðu. „Hér hafa myndast stuðningsfjölskyldur með hverri fjölskyldu. Einstaklinga, sjálfboðaliðar í gengum Rauða krossinn eða beint. Það hafa allir lagst á eitt um að gera þetta eins vel og við getum. Það sama á við um Hvammstanga.“

Rætt var einnig við Liljana Milenskoska, verkefnisstjóra í móttöku flóttafólks á Hvammstanga. Hún sagði að allir væru mjög jákvæðir og líka hópurinn sem strax væri byrjaður að blandast í samfélagið, tala við fólk og fá heimsóknir og allt. „Þau eru sem sagt búin að vera hér núna þrjá daga já og frá degi eitt þá voru strax allskonar tengsl að myndast,“ sagði Liljana Milenkoska í kvöldfréttum RÚV í gær.

Frétt RÚV má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga