Brynleifur sigrað í sínum flokki. Ljósm: tindastoll.is.
Brynleifur sigrað í sínum flokki. Ljósm: tindastoll.is.
Fréttir | 20. maí 2019 - kl. 12:54
Pardusfélagar á Vormóti Tindastóls

Júdófélagið Pardus á Blönduósi tók þátt í Vormóti Tindastóls í júdó sem haldið var á Sauðárkróki á laugardaginn. Alls mættu 50 keppendur til leiks á mótið frá fimm júdófélögum en auk Pardusar kepptu KA á Akureyri, Júdófélag Reykjavíkur, Júdódeild Ármanns og Júdódeild Tindastóls. Keppt var í fimmtán þyngdar- og aldursflokkum. Keppendur Pardusar stóðu sig vel á mótinu og má þar nefna að Brynleifur Þorsteinsson sigraði í flokki drengirU1-38 og Unnur Ólafsdóttir sigraði í flokki stúlkurU15-57.

Öll úrslit má sjá á vef Júdódeildar Tindastóls eða með því að smella hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga