Fréttir | 26. maí 2019 - kl. 10:55
Ráðstefna á Húnavöllum um umhverfismál

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir ráðstefnu um umhverfismál þriðjudaginn 28. maí klukkan 13:00 á Húnavöllum. Þar mun Stefán Gíslason kynna fyrstu niðurstöður greiningar á kolefnisspori Norðurlands vestra sem er hluti af áhersluverkefni samtakanna áranna 2018 og 2019. Auk erindis Stefáns verða flutt erindi um heimsmarkmiðin, tengingu heimsmarkmiða inn í stefnumótun sveitarfélaga og landsskipulagsstefnu, matarsóun, reynslusögu fjölskyldu af flokkun og umhverfisvitund ásamt fleiru.

Dagskrána má sjá hér.

Allir eru velkomnir en ráðstefnunni verður einnig streymt í gegnum Facebook síðu SSNV.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga