Veitt í Blöndu
Veitt í Blöndu
Fréttir | 27. maí 2019 - kl. 13:46
Spáir góðu laxasumri - vatnsleysi áhyggjuefni

Árni Baldursson hjá Lax-á ehf. sem er leigutaki Blöndu segir í frétt á mbl.is að laxinn sé mættur í Blöndu þetta vorið. Hann segir að Höskuldur B. Erlingsson hafi séð tvo fiska um helgina og Árni man ekki eftir að þeir hafi sést svona snemma áður. Hann vitnar í blómakallana sína, sem skaffa honum tré og blóm. „Þeir segja þetta vor nákvæmlega þremur vikum á undan því sem hefðbundið er. Og þeir vita sínu viti. Þetta segir mér að opnanir verða með glæsilegra móti í ár,“ segir Árni á mbl.is í dag.

Árni spáir góðu laxasumri fyrir Vestan og á Suðurlandi. Hann býst við að Norð-Austurlandið verði betra en í fyrra en telur Norðurlandið algert spurningamerki. Þá hefur hann miklar áhyggjur af vatnsleysi í sumar. Sjá nánar á mbl.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga