Fréttir | 27. maí 2019 - kl. 13:53
Afríka rótbustuð

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar gerði góða ferð á Leiknisvöllinn í Breiðholti á laugardaginn þegar það heimsótti liðið Afríku í 2. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla í 4. deild, B-riðli. Úrslitin urðu 0-9 fyrir Kormáki/Hvöt. Í fyrri hálfleik voru skoruð fimm mörk og fjögur í þeim seinni. Diego Moreno Minguez var markahæstur með fjögur mörk. Bjarki Már Árnason skoraði tvö, Arnór Guðjónsson, Hlynur Rafn Rafnsson og Sergio Navarro Canovas eitt mark hver.

Næsti leikur liðsins fer fram á Blönduósvelli á fimmtudaginn klukkan 16:00 gegn liði KM Reykjavík. Allir á völlinn!

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga