Hólaneskirkja
Hólaneskirkja
Fréttir | 30. maí 2019 - kl. 10:08
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Hólaneskirkju
Frá Skagastrandarprestakalli

Laugardaginn 1. júní verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Klukkan 10:30 verður skrúðganga frá hafnarsvæðinu til messu í kirkjunni og klukkan 11 hefst sjómannadagsmessa. Sjómannakórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur kórstjóra og organista. Hljóðfæraleikarar eru Helena Rán Þorsteinsdóttir Krüger á gítar, Jón Ólafur Sigurjónsson á bassa og Valtýr Sigurðsson á trommur. Ólafur Bernódusson er ræðumaður dagsins. Séra Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari.

Að athöfn lokinni verður gengið að minnisvarðanum um drukknaða sjómenn frá Skagaströnd sem stendur við kirkjuna og blómsveigur lagður að honum.

Verið öll hjartanlega velkomnir.  

Í ár er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í 80. skipti á Skagaströnd. Til hamingju með daginn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga