Guðrún Ósk. Ljósm: hunathing.is
Guðrún Ósk. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 21. júní 2019 - kl. 06:53
Ráðin til að sinna skólaforðun

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur ráðið Guðrúnu Ósk Steinbjörnsdóttur til reynslu í eitt ár til að sinna svokallaðri skólaforðun ungmenna og er þá átt við börn á unglingastigi sem forðast að mæta í skólann. Guðrún er ráðin frá og með 15. ágúst á fjölskyldusvið Húnaþings vestra sem heldur utan um, félags- og fræðslu þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að sinna barnavernd.

Á vef sveitarfélagsins segir að undanfarið hafi verið mikið rætt í þjóðfélaginu um skólaforðun og að samfélagið í Húnaþingi vestra hafi ekki verið undantekning á því vandamáli enda haf skólaforðun átt sér stað í grunnskólanum.

Guðrún Ósk er kennari en hún kláraði kennararéttindin fyrir átta árum og starfaði áður sem stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Húnaþings vestra. Guðrún hefur verið umsjónakennari síðastliðið ár bæði á unglinga og miðstigi og unnið að ýmsum málum innan skólans eins og agamálum og fleira.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga